Gagnvirkar lotur
Stundum er nauðsynlegt að keyra hugbúnað - eða samsetningu hugbúnaðar - beint frá skipanalínunni á hnút (t.d. fyrir gagnagreiningu og meðferð).
Til dæmis:
[..]$ srun --job-name "InteractiveJob" --partition 48cpu_192mem --cpus-per-task 24 --mem-per-cpu 3900 --time 1-00:00:00 --pty bash
SLURM tímaáætlarinn mun úthluta umbeðnu tilfangi (ef það er tiltækt), í þessu dæmi 24 örgjörvum frá reiknihnút í 48cpu_192mem skiptingunni og 3900MB af vinnsluminni á hvern kjarna. Keyrslan mun standa í 1 dag (0-00:00:00 : D:HH:MM:SS)
Til að sjá hvaða skiptingar eru í boði skaltu slá inn:
[..]$ sinfo
Lýsingu á skiptingunum er að finna í Skilrúm og búnaður.
Það er mikilvægt að taka alltaf fram --mem-per-cpu
, og það er mælt með að hafa það minnst 3900MB á hvern kjarna. Þú getur beðið um meira minni ef þess er þörf.
SLURM
biðröðin og mörk eru í gildi hér.
Þegar gagnvirka lotan er hafin munt þú vera skráður inn á reiknihnútin:
[<uname>@compute-xx]$
Loka lotunni.
Eftir að þú hefur klárað verkefni þín í gagnvirku lotuni skalt þú vinsamlegast loka lotunni til að gera auðlindina aðgengilega öðrum notendum:
[<uname>@compute-xx]$ exit
Geymd Gagnvirk lota
Ef notandi missir tengingu, eða lokar skipana glugganum, mun gagnvirka lotan hætta og öll ógeymd vinna mun eyðast. Til að koma í veg fyrir þetta er hægt nota tmux til að geyma gagnvirku lotuna í aðskyldum skipanaglugga.
Fyrst virkjum við tmux:
[..]$ tmux
og byrjum gagnvirka lotu:
[..]$ srun --job-name “InteractiveJob” --partition <partition-name> --cpus-per-task 32 --mem-per-cpu 3900 --time 1-00:00:00 --pty bash
Gagnvirka lotan keyrir nú á tmux. Eftir að keyrslan er farin af stað getur þú lokað skipanaglugganum. Þú getur einnig losað þig frá tmux lotunni og farið til baka á innskráningarhnútin með því að ýta á ctrl+b og þar á eftir d. Verkið þitt mun halda áfram að keyra.
Til að virkja lotuna aftur eftir innskráningu á Elju:
[..]$ tmux attach
Þegar verki þínu er lokið (og þú hefur lokað gagnvirku lotuni þinni) munið þá að loka einnig tmux lotuinni svona:
[..]$ tmux kill-session
Margar Gagnvirkar Lotur
Þú getur byrjað nýjar eða margar tmux lotur og mælt er með því að gefa hverri lotu nafn. Hér byrjum við lotu sem heitir inter-1
[..]$ tmux new -s inter-1
fylgt eftir með gagnvirkri keyrslu. Eftir lokun eða losun geturðu tengst nefndri lotu aftur svona:
[..]$ tmux attach-session -t inter-1
Þegar þú ert búinn með verkið (og endað gagnvirku lotuna), geturðu endað nafngreinda lotu svona:
[..]$ tmux kill-session -t inter-1
Þegar þú hefu Þegar gagnvirku keyrsluni er lokið (hvort sem þú notar tmux eða ekki) á tölvuhnút er mikilvægt að ljúka gagnvirku lotunni:
[<uname>@compute-xx]$ exit
Ef þú ert ekki viss um hvernig á að tengjast aftur við hnútinn geturðu alltaf fengið lista af þínum lotum svona:
[..]$ squeue -u $USER
JOBID PARTITION NAME USER ST TIME NODES NODELIST(REASON)
11729 48cpu_192 Interact <uname> R 2:10 1 compute-17
og stöðvað lotuna með því að nota starfsauðkennið (í þessu dæmi 11729)
[..]$ scancel 11729