Senda inn lotuverkefni
SLURM
Elja notar SLURM
sem lotuáætlun og tilfangastjóra.
Algengar grunnskipanir eru teknar saman hér að neðan.
Skipun | Lýsing |
---|---|
sbatch | Senda inn lotuskriftu |
srun | Keyrir samhliða lotu |
squeue (-a, -u $USER) | sýnur stöðu SLURM biðraðrinnar |
sinfo | Sýnir upplýsingar um hnúta og sneiðar |
scancel JOBID | Hætta við keyrslu |
Fairshare
TölvuKlasinn veitir Slurm Fairshare Algrím. Hann skipuleggur hvaða vinnslur í slurm biðröðinni ætti að keyrast á undan og metur það útfrá sanngjörnum hlutdeildarstuðli milli vinnsla sem er reiknað út með ákvðenari jöfnu.
Þessi jafna tekur tillit til margra þátta eins og fjölda hnúta sem notandi óskar eftir. Nánari upplýsingar um þessa jöfnu er að hægt að finna hér.
Varðandi meiri hvar er hægt að finna fleiri upplýsingar um Fairshare þá er hægt að finna það á opinberu vefsíðunni þeirra hér og hér.
Job Array
Það geta komið tilfelli þegar notandi notar margar nóður sem keyra sama hlutinn nema með öðrum parametrum. Þetta getur valdið því að margir reiknihnútar verða uppteknir og hefur það að verkum að aðrir notendur geti ekki notað nóðurnar sem eru í notkun út af þessari stórri vinnslu. Job Array biður upp á að geta bæði keyrt og haldið utan um safn af svipuðum vinnslum. Þessar vinnslur geta ver settar inn í biðraðakerfið mjög fljótlega. Eina sem þarf að hafa í huga er að vinnslurnar þurfa að hafa sömu kröfur áður en þær eru keyrðar.
Til þess að setja þetta upp þá þarf að bæta línunni yfir í #SBATCH --array=... #example --array=1-5
sbatch script-una og einnig að auki þarf að bæta við $SLURM_ARRAY_TASK_ID
sem parametri í forritið sem notandi ætlar að keyra dæmi um slíka úitfærslu:
mpirun python job.py $SLURM_ARRAY_TASK_ID