Grafísk viðmót á Eljuu
Í ransóknum getur verið tímafrekt að færa stór gögn og gagnasöfn milli einka tölvu yfir á vinnslutölvu. Til að auðvelda notendum lífið býður Elja upp á að keyra grafísk viðmót beint af þyrpingunni. Fyrir léttar keyrslur er hægt að nota Innskráningar hnútin(til dæmis skráar eða vefvafra) ag fyrir þyngri keyrslur geta notendur keyrt grafísku viðmótin á reikininútum Elju.
Þetta er allt mögulegt með hjálp X gluggakerfisins sem oftast er kallað X11. X11 er gluggakerfi fyrir bitmap "skjái" sem eru algengar á Unix-líkum kerfum.
X er óhád arkítektúr þegar kemur að fjarstýrðum grafískum viðmótum. Hver einstaklingur sem notar nettengdan skipanaglugga hefur getu til að hafa samskipti við skjáinn með hvers kyns innsláttarbúnaði.
X11 er sjálfgefið uppsett í öllum* Linux dreifingum en fyrir Windows og macOS notendur eru X11 móttakarar í boði. Windows notendur þurfa að setja upp Xming. MacOS notendur þurfa að setja upp XQuartz.
Í eftirfarandi köflum munum við fara yfir mismunandi aðferðir um hvernig á að setja upp kerfið þitt fyrir X-framsendingu og hvernig þú getur keyrt grafísku forritin þín á Elja og notað þau í gegnum einkatölvuna þína.