SSH
Algengasta nálgunin við myndrænni keyrslu er með því að tengjast zjóninum med fána sem stillir X11
áframsendingar. Algengast er:
ssh -X someone@something.ip.address #ForwardX11
ssh -Y someone@something.ip.address #ForwardX11Trusted
ssh -XY somone@something.ip.address #ForwardX11 ForwardX11Trusted
Þessi aðferð virkar á Linux, MacOS(með XQuartz) og Windows(með Xming).
Hins vegar er hagnýtari aðferð að breyta "ssh" stillingarskránni sjálfri. Hægt er að bæta við eftirfarandi broti:
Host *
ForwardAgent yes
ForwardX11 yes
ForwardX11Trusted yes
XAuthLocation /opt/X11/bin/xauth # For a Mac with XQuartz
Fyrir Linux (og Windows meD WSL2) vélar mun which xauth
gefa slóðina fyrir XAuthLocation
breytuna. Nú er natnda frjálst að tengjast beint:
ssh someone@something.ip.address # Reads the ssh configuration
Fljótlegt próf til að sjá hvort X-framsending virkar er ad slá inn:
xclock
Sem ætti að opna litla klukku sem sýnir staðartíma.