Grafísk viðmót á reiknihnútum
X11 framsending er í boði á reiknihnútum Elju. Til að nota þennan eiginleika verður notandi að taka nokkur skref til að búa til "tvöföld göng". Það lítur svon út:
compute-node -> login-node -> local-machine
- Fyrst þarf notandi að tengjast elju með -XY flagginu eins og kemur fram í fyrri köflum eða með XLaunch og PuTTy.
- Notandi notar
srun
til að taka frá og tengjast reiknihnút meðx11
flagginu.
srun -n 1 --partition 48cpu_192mem --x11 --pty bash
Þú ættir nú að tengjast reiknihnút. Gefið að þú hafir hlaðið grafísku forriti í umhverfið þitt þá ættir þú að geta keyrt það á reiknihnútnum.
Dæmi:
Í þessu dæmi gerum við ráð fyrir að notandi sé að keyra grafíska hugbúnaðin QGIS(Opið landfræðilegt upplýsingakerfi)
[user ~] ssh -XY user@elja.hi.is
[user@elja-irhpc ~]$ ml load QGIS
[user@elja-irhpc ~]$ srun -n 1 --partition gpu-1xA100 --x11 --pty bash
[user@gpu-2 ~]$ qgis # QGIS now opens up on my local machine